Sport

Hjólapáskar að baki

Þarna fór betur en á horfðist þegar ungur maður yfirstökk á einum freestyle pöllunum í sólbrekku.
Þarna fór betur en á horfðist þegar ungur maður yfirstökk á einum freestyle pöllunum í sólbrekku. Mynd/Morgan.is
Hjólamenn nutu páskana eins og aðrir íþróttamenn um land allt þessa páska sem aðra. Mikið var um manninn í bæði Bolöldu hjá litlu kaffistofunni sem er í umsjón VÍK, einnig var mikið hjólað í Sólbrekku við Grindavíkur afleggjara, en hún er í umsjón VÍR. Haldin var fjölskyldu dagur í Bolöldu og var einblítt á góða skemmtum og kaffi með því, fjölmargir mættu og höfðu gaman af. Lítið sem ekkert var um slys á fólki fyrir utan eitt atvik sem leit illa út í fyrstu í Sólbrekku, en þar hafði ungur maður yfirstokkið pall og farið fram úr lendingu. Hann var talin mikið slasaður og því hringt á sjúkrabíl, en hann var útskrifaður daginn eftir af sjúkrahúsi með verkjalyf í vasanum. Má þakka góðum hlífðarbúnaði sem hann var með, og er því gott að minna menn á að vera vel búnir þegar næst er farið að hjóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×