Mega svipta prest kjól og kalli 9. apríl 2007 18:58 Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum
Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira