Roma lagði Manchester United 4. apríl 2007 20:39 Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni síðan árið 2004 AFP Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira