Tollgæslan rannsakar meint smygl úr Rússatogara
Nú stendur yfir rannsókn Tollgæslunnar á meintu smygli á áfengi úr rússneskum togara, sem er í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikið málið er, en tveir skipverjar hafa verið vistaðir í fangageymslum. Tollgæslan nýtur aðstoðar lögreglu við aðgerðina.