Minna tap hjá Pliva 2. apríl 2007 11:41 Höfuðstöðvar Pliva í Króatíu. Mynd/AP Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. Tekjur Pliva í fyrra námu 1,051 milljarði dala, jafnvirði 69,4 milljörðum króna, samanborið við 1,171 milljarð dala, 77,3 milljarða krónur, árið á undan. Mestu munar um samdrátt í tekjum í Bandaríkjunum upp á 141 milljón dali, jafnvirði 9,3 milljarða króna. Þar að auki nemur kostnaður fyrirtækisins vegna yfirtökutilrauna og samruna við Barr á síðasta ári 121 milljón dala, rétt tæpum 8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Pliva á tímabilinu nam 153 milljónum dala, 10,1 milljarði króna, samanborið við 304 milljónir dala, 20 milljarða krónur, árið 2005. Mestu munar um aukinn kostnað vegna yfirtökuferlisins. Í ársuppgjöri Pliva, sem birt var í dag, kemur meðal annars fram að stjórn samheitalyfjafyrirtækisins hafi verið lagt til að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir síðasta ár. Í kjölfar þess að Barr hafði betur í baráttunni við Actavis um yfirtöku á Pliva síðastliðið haust náði fyrirtækið 92 prósentum af öllum bréfum í félaginu. Fyrir það greiddi félagið 820 kúnur á hlut. Það fer nú með beinum eða óbeinum hætti með 97 prósent í króatíska félaginu og vinnur nú að því að eignast það sem upp á vantar. Vefsvæði Pliva Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. Tekjur Pliva í fyrra námu 1,051 milljarði dala, jafnvirði 69,4 milljörðum króna, samanborið við 1,171 milljarð dala, 77,3 milljarða krónur, árið á undan. Mestu munar um samdrátt í tekjum í Bandaríkjunum upp á 141 milljón dali, jafnvirði 9,3 milljarða króna. Þar að auki nemur kostnaður fyrirtækisins vegna yfirtökutilrauna og samruna við Barr á síðasta ári 121 milljón dala, rétt tæpum 8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Pliva á tímabilinu nam 153 milljónum dala, 10,1 milljarði króna, samanborið við 304 milljónir dala, 20 milljarða krónur, árið 2005. Mestu munar um aukinn kostnað vegna yfirtökuferlisins. Í ársuppgjöri Pliva, sem birt var í dag, kemur meðal annars fram að stjórn samheitalyfjafyrirtækisins hafi verið lagt til að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir síðasta ár. Í kjölfar þess að Barr hafði betur í baráttunni við Actavis um yfirtöku á Pliva síðastliðið haust náði fyrirtækið 92 prósentum af öllum bréfum í félaginu. Fyrir það greiddi félagið 820 kúnur á hlut. Það fer nú með beinum eða óbeinum hætti með 97 prósent í króatíska félaginu og vinnur nú að því að eignast það sem upp á vantar. Vefsvæði Pliva
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira