Greiða 50% hærra verð en kennarar 30. mars 2007 20:00 Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu. Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Sjá meira
Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu.
Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Sjá meira