Má borga skatt af vændi 25. mars 2007 18:30 Fólki verður ekki bannað að greiða skatt af vændi, segir ríkisskattstjóri. Íslenskur karlmaður hyggst greiða virðisaukaskatt af blíðu sem hann kveðst hafa selt fiskverkunarkonu. Lögspekingar telja langsótt að kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt pólskri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt af starfseminni í ríkissjóð. Blíðan kostaði 10.000 krónur, hlutur ríkissjóðs af þessum fyrsta viðskiptavini vændiskarlsins er því 2450 kr. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi sem þriðji aðili. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri vildi ekki koma í viðtal um málið en sagði að fólki væri ekki bannað að greiða skatt af vændi. Vændið myndi þá skilgreinast sem persónuleg þjónusta, sem er virðisaukaskattskyld. Undir þann flokk falla meðal annars samtöl sem ekki tilheyra heilbrigðisþjónustu. Ekki er lengur refsivert að selja sig til framfærslu samkvæmt nýsamþykktri breytingu á hegningarlögum. Í þeim stendur meðal annars að hver sem hefur tekjur af vændi annarra, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag telja langsótt að persónugera ráðherra í svona máli. Andi laganna geri ráð fyrir að átt sé við einstakling, annan en þann sem kaupir eða selur vændi, en hafi af því afskipti. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Fólki verður ekki bannað að greiða skatt af vændi, segir ríkisskattstjóri. Íslenskur karlmaður hyggst greiða virðisaukaskatt af blíðu sem hann kveðst hafa selt fiskverkunarkonu. Lögspekingar telja langsótt að kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt pólskri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt af starfseminni í ríkissjóð. Blíðan kostaði 10.000 krónur, hlutur ríkissjóðs af þessum fyrsta viðskiptavini vændiskarlsins er því 2450 kr. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi sem þriðji aðili. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri vildi ekki koma í viðtal um málið en sagði að fólki væri ekki bannað að greiða skatt af vændi. Vændið myndi þá skilgreinast sem persónuleg þjónusta, sem er virðisaukaskattskyld. Undir þann flokk falla meðal annars samtöl sem ekki tilheyra heilbrigðisþjónustu. Ekki er lengur refsivert að selja sig til framfærslu samkvæmt nýsamþykktri breytingu á hegningarlögum. Í þeim stendur meðal annars að hver sem hefur tekjur af vændi annarra, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag telja langsótt að persónugera ráðherra í svona máli. Andi laganna geri ráð fyrir að átt sé við einstakling, annan en þann sem kaupir eða selur vændi, en hafi af því afskipti.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira