PS3 misvel tekið 24. mars 2007 18:10 Getty Images Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur. Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið
Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur.
Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið