Fjölsmiðjan í útgerð 23. mars 2007 18:55 Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát. Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira