Sláandi að flytja konur inn til að spjalla 21. mars 2007 19:34 Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira