Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna 20. mars 2007 19:13 Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira