Sport

Orlando Supercross, síðasta keppni Carmichaels (Engin úrslit )

Startið frá Orlando síðastliðna helgi.
Startið frá Orlando síðastliðna helgi. Mynd/TWMX

Já það er óhætt að segja að þetta hafi verið margþrunginn helgi hjá Ricky Carmichael þar sem hann keppti sína síðustu keppni í Orlando, sem auk þess er heimavöllur kappanns.

Alla helgina var Carmichael annað hvort í viðtölum,eiginhandaáritunum, sjónvarpsviðtölum eða í faðmi fjölskyldunar, en eiginkona Carmichaels Ursula eignaðist tvíbura á föstudags morgun.

Svo þegar að keppninni kom þá fengu sko áhorfendur svo sannarlega allt fyrir aurana þegar ein mesta keppni tveggja bestu manna í supercrossi hófst frá upphafi fyrsta hrings allt til enda, einungis munaði 0.968 sekundum á fyrsta og öðru sæti.

Það er því við hæfi að biða með úrslitin fram að næstu helgi og leyfa Inga Mcgrath og Reyni Jóns að upplýsa almenning um þau. Taktu því frá föstudags kvöldið og horfu á supercrossið á sýn á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×