Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ 19. mars 2007 18:30 Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni. Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira