Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu 17. mars 2007 18:55 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira