David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, ætlar ekki að áfrýja sjö mánaða keppnisbanninum sem hann var settur í af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu eftir slagsmálin sem brutust út eftir leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum.
Leikmennirnir sem komu við sögu í ólátunum fengu tveggja til sex leikja bann, en Navarro fékk langþyngstu refsinguna. Bannið langa gildir í raun aðeins í Evrópuleikjum, en Michel Platini forseti UEFA er að kanna hvort bannið verði látið gilda í öllum keppnum. Navarro baðst auðmjúklega afsökunar á gjörðum sínum, en þarf nú að snúa sér að golfinu á næstu mánuðum.