Hlutabréf lækka í Evrópu 14. mars 2007 11:36 Úr þýsku kauphöllinni. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse, sem lækkaði um 2,8 prósent, og Deutsche Bank, sem lækkaði um 3,4 prósent. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Franska CAC-vísitalan hefur lækkað um 1,7 prósent það sem af er dags en þýska DAX-vísitalan hefur farið niður um 1,6 prósent. Þá gætir nokkurrar lækkunar í Bretlandi. Hún er engu að síður ekki jafn mikil og á öðrum mörkuðum. Down Jones og Nasdaq-vísitölurnar lækkuðu um tæp tvö prósent við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að fyrirtæki á íbúðalánamarkaði urðu fyrir barðinu á mikilli aukningu vanskila þar í landi. Verst fóru þó fyrirtæki sem veita íbúðalán til fólks með slæma greiðslustöðu og hafa lent í erfiðleikum í bankakerfinu. Getur svo farið að margar fjármálastofnanir verði að afskrifa stór útlán vegna vanskila fólks. Segja fjölmiðlar vestra að vanskil hafi ekki verið með verra móti í 37 ár. Lækkanir eru sömuleiðis í Kauphöll Íslands en úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent frá opnun markaðarins í dag. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, um 3,82 prósent. Næstmesta lækkunin er á gengi bréfa í Glitni banka, 2,57 prósent. Engar hækkanir eru í Kauphöllinni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse, sem lækkaði um 2,8 prósent, og Deutsche Bank, sem lækkaði um 3,4 prósent. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Franska CAC-vísitalan hefur lækkað um 1,7 prósent það sem af er dags en þýska DAX-vísitalan hefur farið niður um 1,6 prósent. Þá gætir nokkurrar lækkunar í Bretlandi. Hún er engu að síður ekki jafn mikil og á öðrum mörkuðum. Down Jones og Nasdaq-vísitölurnar lækkuðu um tæp tvö prósent við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að fyrirtæki á íbúðalánamarkaði urðu fyrir barðinu á mikilli aukningu vanskila þar í landi. Verst fóru þó fyrirtæki sem veita íbúðalán til fólks með slæma greiðslustöðu og hafa lent í erfiðleikum í bankakerfinu. Getur svo farið að margar fjármálastofnanir verði að afskrifa stór útlán vegna vanskila fólks. Segja fjölmiðlar vestra að vanskil hafi ekki verið með verra móti í 37 ár. Lækkanir eru sömuleiðis í Kauphöll Íslands en úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent frá opnun markaðarins í dag. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, um 3,82 prósent. Næstmesta lækkunin er á gengi bréfa í Glitni banka, 2,57 prósent. Engar hækkanir eru í Kauphöllinni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira