Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna 12. mars 2007 18:45 Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Það er hugsanlegt að nýmjólk og óskajógúrt sé betri fyrir konur sem eru að reyna að verða ófrískar heldur en - létt jógúrtin eða fjörmjólkin sem býsna margar konur á barneignaraldri eru þó líklegri til að taka fram yfir fituríkar mjólkurvörur. Árið 2002 reyndi þriðja hver kona undir fertugu hér á landi að grennast. Og það er ekki sniðugt, ef þær eru að reyna að verða ófrískar, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Samkvæmt henni jukust líkur á ófrjósemi um áttatíu og fimm prósent ef konur borðuðu tvo eða fleiri skammta af fitusnauðum mjólkurvörum á dag - miðað við þær sem borðuðu einn á viku eða minna. Á hinn bóginn. Konur sem borðuðu að minnsta kosti einn skammt af fituríkri mjólkurvöru á viku drógu úr líkum á egglostengdri ófrjósemi um 27 prósent. Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir segir þetta athyglisverðar niðurstöður. Þær þurfi hins vegar að rannsaka nánar áður en skorið er úr um áhrifin. Hann vill ekki ráða konum sem vilja verða óléttar frá því að borða mikið af fituskertum mjólkurvörum. "Nei, ég held ég myndi ekki geta ráðlagt fólki neitt um mjólkurvörur út frá þessari rannsókn. Ég myndi frekar ráðleggja fólki að huga að neyslu á sykurríkum vörum og koma sér í kjörþyngd." Guðmundur segir vel þekkt að tíðahringurinn geti truflast - og frjósemi þar með minnkað - hjá konum sem eru mikið yfir eða undir kjörþyngd. Því sé mun vænlegra til getnaðar að forðast sykurríkan mat og sætindi og halda sér í kjörþyngd. Og, síðast en ekki síst - hætta að reykja. Það sé vel rannsakað að reykingar dragi úr frjósemi - líka hjá konum. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira
Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Það er hugsanlegt að nýmjólk og óskajógúrt sé betri fyrir konur sem eru að reyna að verða ófrískar heldur en - létt jógúrtin eða fjörmjólkin sem býsna margar konur á barneignaraldri eru þó líklegri til að taka fram yfir fituríkar mjólkurvörur. Árið 2002 reyndi þriðja hver kona undir fertugu hér á landi að grennast. Og það er ekki sniðugt, ef þær eru að reyna að verða ófrískar, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Samkvæmt henni jukust líkur á ófrjósemi um áttatíu og fimm prósent ef konur borðuðu tvo eða fleiri skammta af fitusnauðum mjólkurvörum á dag - miðað við þær sem borðuðu einn á viku eða minna. Á hinn bóginn. Konur sem borðuðu að minnsta kosti einn skammt af fituríkri mjólkurvöru á viku drógu úr líkum á egglostengdri ófrjósemi um 27 prósent. Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir segir þetta athyglisverðar niðurstöður. Þær þurfi hins vegar að rannsaka nánar áður en skorið er úr um áhrifin. Hann vill ekki ráða konum sem vilja verða óléttar frá því að borða mikið af fituskertum mjólkurvörum. "Nei, ég held ég myndi ekki geta ráðlagt fólki neitt um mjólkurvörur út frá þessari rannsókn. Ég myndi frekar ráðleggja fólki að huga að neyslu á sykurríkum vörum og koma sér í kjörþyngd." Guðmundur segir vel þekkt að tíðahringurinn geti truflast - og frjósemi þar með minnkað - hjá konum sem eru mikið yfir eða undir kjörþyngd. Því sé mun vænlegra til getnaðar að forðast sykurríkan mat og sætindi og halda sér í kjörþyngd. Og, síðast en ekki síst - hætta að reykja. Það sé vel rannsakað að reykingar dragi úr frjósemi - líka hjá konum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira