Illa búið að breskum hermönnum 11. mars 2007 12:30 Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira