Illa búið að breskum hermönnum 11. mars 2007 12:30 Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira