UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal 8. mars 2007 23:51 Robbie Keane er hér borinn á kóngastóli eftir fyrra mark sitt í Portúgal. AFP Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov, sem skoraði hafði í hverjum leik í keppninni til þessa, náði ekki að nýta þau fínu færi sem hann fékk. Robbie Keane og Steed Malbranque komu Tottenham svo í 2-0 með mörkum á 57. og 72. mínútu. Lið Braga, sem á nokkrar sögulegar rætur að rekja til Arsenal á Englandi, gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn á fimm mínútna kafla frá 76. til 81. mínútu og voru þar að verki þeir Paulo Jorge og Ze Carlos. Fyrra markið var reyndar skorað etir ansi umdeilda vítaspyrnu. Heimamenn sofnuðu svo á verðinum á lokamínútum uppbótartíma þar sem Robbie Keane skoraði sigurmarkið og tryggði enska liðinu dýrmætan sigur á útivelli. Þetta var eini útisigurinn í keppninni í kvöld fyrir utan 1-0 sigur Werder Bremen gegn Celta Vigo frá Spáni. Bremen er til alls líklegt í keppninni. Lens sigraði Bayern Leverkusen 2-1 og er þýska liðið því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn. PSG lagði Benfica 2-1, Maccabi Haifa og Espanyol skildu jöfn 0-0, Rangers náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn meiðslum hrjáðu liði Osasuna frá Spáni, þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin og eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum. Sevilla náði óvænt aðeins jafntefli 2-2 á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk og fyrr í kvöld vann Newcastle góðan 4-2 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar - sem þó eiga enn veika von um að komast áfram á útimörkum sínum tveimur í kvöld. Grétar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum sem sýndur var beint á Sýn. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov, sem skoraði hafði í hverjum leik í keppninni til þessa, náði ekki að nýta þau fínu færi sem hann fékk. Robbie Keane og Steed Malbranque komu Tottenham svo í 2-0 með mörkum á 57. og 72. mínútu. Lið Braga, sem á nokkrar sögulegar rætur að rekja til Arsenal á Englandi, gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn á fimm mínútna kafla frá 76. til 81. mínútu og voru þar að verki þeir Paulo Jorge og Ze Carlos. Fyrra markið var reyndar skorað etir ansi umdeilda vítaspyrnu. Heimamenn sofnuðu svo á verðinum á lokamínútum uppbótartíma þar sem Robbie Keane skoraði sigurmarkið og tryggði enska liðinu dýrmætan sigur á útivelli. Þetta var eini útisigurinn í keppninni í kvöld fyrir utan 1-0 sigur Werder Bremen gegn Celta Vigo frá Spáni. Bremen er til alls líklegt í keppninni. Lens sigraði Bayern Leverkusen 2-1 og er þýska liðið því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn. PSG lagði Benfica 2-1, Maccabi Haifa og Espanyol skildu jöfn 0-0, Rangers náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn meiðslum hrjáðu liði Osasuna frá Spáni, þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin og eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum. Sevilla náði óvænt aðeins jafntefli 2-2 á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk og fyrr í kvöld vann Newcastle góðan 4-2 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar - sem þó eiga enn veika von um að komast áfram á útimörkum sínum tveimur í kvöld. Grétar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum sem sýndur var beint á Sýn.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti