David Navarro, leikmaður Valencia, hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni í gær þar sem hann hljóp inn á völlinn og kýldi Nicolas Burdisso hjá Inter. Völlurinn logaði í slagsmálum eftir að flautað var af þar sem spænska liðið fór áfram í keppninni.
"Ég sá að þeir voru að veitast að félaga mínum og ég tapaði mér. Ég hef aldrei gert þetta áður og mun ekki gera svona lagað aftur. Ég skammast mín og ég biðst afsökunar. Ég vil biðja Burdisso afsökunar og vona að hann taki því vel," sagði Navarro, sem gerði sig að algjöru fífli með framkomu sinni.