Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla 6. mars 2007 20:15 Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Vinaleiðin er sálgæsla sem boðin er í skólum í Mosfellsbæ, á Álftanesi og í Garðabæ. Samtökin Siðmennt hafa gagnrýnt þessa þjónustu og telja hana fela í sér trúboð. Í Kompásþætti átjánda febrúar kom fram sú gagnrýni að þetta starf gæti verið á kostnað ráðgjafarþjónustu sérmenntaðra aðila, auk þess gæti þetta sett börn sem ekki væru í Þjóðkirkjunni í vandræðalega stöðu. Heimili og skóli hafa nú sent frá sér tilkynningu þar sem fjallað er um vinaleiðina. Telja samtökin EKKI að um trúboð sé að ræða. Einnig að þetta sé stuðningur en ekki meðferðarúrræði. Segir svo að ætla megi að í einhverjum tilfellum hafi Vinaleið komið í staðinn fyrir aðra sérfræðiþjónustu og ekki sé ljóst ljóst hvort þeir sem sinna henni hafi til þess tilskilda menntun. Niðurstaða heimilis og skóla er sú að EKKI eigi að bjóða þetta starf í húsakynnum skólans og EKKI á skólatíma. "Með tilliti til jafnræðissjónarmiða og með vísan í 2. grein grunnskólalaga, telur stjórn Heimilis og skóla eðlilegra að til framtíðar standi sálgæsluþjónusta Þjóðkirkjunnar börnum og forsvarsmönnum þeirra til boða utan húsakynna skóla, eftir að skóladegi lýkur." Þetta mál var til umræðu á bæjarráðsfundi í Garðabæ í morgun og var ákveðið að vísa ályktun Heimilis og skóla til skólanefndar sem næst hittist á fimmtudag. Til þessa hefur verið mjög jákvæð afstaða til vinaleiðarinnar innan skólanefndar. Menntamálaráðuneytinu hefur einnig borist umkvartanir um þessa þjónustu og hefur ráðherra verið spurð um hana á þingi. Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Vinaleiðin er sálgæsla sem boðin er í skólum í Mosfellsbæ, á Álftanesi og í Garðabæ. Samtökin Siðmennt hafa gagnrýnt þessa þjónustu og telja hana fela í sér trúboð. Í Kompásþætti átjánda febrúar kom fram sú gagnrýni að þetta starf gæti verið á kostnað ráðgjafarþjónustu sérmenntaðra aðila, auk þess gæti þetta sett börn sem ekki væru í Þjóðkirkjunni í vandræðalega stöðu. Heimili og skóli hafa nú sent frá sér tilkynningu þar sem fjallað er um vinaleiðina. Telja samtökin EKKI að um trúboð sé að ræða. Einnig að þetta sé stuðningur en ekki meðferðarúrræði. Segir svo að ætla megi að í einhverjum tilfellum hafi Vinaleið komið í staðinn fyrir aðra sérfræðiþjónustu og ekki sé ljóst ljóst hvort þeir sem sinna henni hafi til þess tilskilda menntun. Niðurstaða heimilis og skóla er sú að EKKI eigi að bjóða þetta starf í húsakynnum skólans og EKKI á skólatíma. "Með tilliti til jafnræðissjónarmiða og með vísan í 2. grein grunnskólalaga, telur stjórn Heimilis og skóla eðlilegra að til framtíðar standi sálgæsluþjónusta Þjóðkirkjunnar börnum og forsvarsmönnum þeirra til boða utan húsakynna skóla, eftir að skóladegi lýkur." Þetta mál var til umræðu á bæjarráðsfundi í Garðabæ í morgun og var ákveðið að vísa ályktun Heimilis og skóla til skólanefndar sem næst hittist á fimmtudag. Til þessa hefur verið mjög jákvæð afstaða til vinaleiðarinnar innan skólanefndar. Menntamálaráðuneytinu hefur einnig borist umkvartanir um þessa þjónustu og hefur ráðherra verið spurð um hana á þingi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira