Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi 5. mars 2007 13:18 Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,12 bandaríkjadali á markaði í Asíu í dag og fór olíuverðið undir 61 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,02 dali á sama tíma og fór í 61,06 dali á tunnu í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa fór niður um 4,0 prósent í kauphöllinni í Hong Kong í dag auk þess sem gengi bréfa hefur farið að meðaltali niður um 3,3 prósent í Tókýó í Japan. Svipaða sögu er að segja um vísitölur fleiri landa, þar á meðal hér á landi. Norska dagblaðið Aftenposten segir óvissu nú ríkja á helstu fjármálamörkuðum. Í norsku kauphöllinni lækkaði gengi 143 fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina en einungis 13 hækkuðu í verði. Gengi bréfa í norska olíufélaginu DNO lækkaði talsvert í kauphöllinni, eða um 5,48 prósent í dag, og gengi bréfa í fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest fór nður um tæp 4 prósent. Gengi bréfa er nokkuð óbreytt í Kauphöll Íslands í dag frá opnun markaðarins en mestu lækkanirnar eru á gengi bréfa í FL Group, Straumi-Burðarási og Landsbankanum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar nokkuð sigið í morgun en hún hefur farið niður um 2,45 prósent í dag auk þess sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,7 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira