Gatnakerfið á Akureyri hættulegt 2. mars 2007 20:15 Frá Akureyri. MYND/KK Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Sjá meira
Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Sjá meira