Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins 2. mars 2007 18:30 Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð. Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira