Iniesta og Xavi skoruðu báðir í kvöld og hér fagna þeir öðru þeirraNordicPhotos/GettyImages
Barcelona er komið í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir 2-1 útisigur á Zaragoza í síðari leik liðanna í kvöld. Barca tapaði fyrri leiknum 1-0 en fer áfram á útimörkum. Xavi og Iniesta skoruðu mörk Barcelona í kvöld en Eiður Smári Gudjohnsen kom inn sem varamaður á 85. mínútu leiksins.