Hernan Crespo skoraði mark Inter í kvöld eftir að hafa komið inn fyrir Adriano eftir aðeins hálftíma leikAFP
Udinese náði í kvöld að stöðva 17 leikja sigurgöngu Inter Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðin skildu jöfn 1-1 í Mílanó. Chris Obodo kom gestunum yfir 1-0 með frábæru marki, en varamaðurinn Hernan Crespo jafnaði fyrir heimamenn. Inter er þrátt fyrir þetta með örugga forystu í A-deildinni og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið verði meistari í vor.