Vaxtaokur bankanna skelfilegt 27. febrúar 2007 18:30 Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari." Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari."
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira