Samkeppnin grimm milli banka 26. febrúar 2007 18:41 Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð." Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð."
Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira