Samkeppnin grimm milli banka 26. febrúar 2007 18:41 Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð." Fréttir Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Sjá meira
Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð."
Fréttir Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Sjá meira