Franski listamaðurinn Etienne de France sýnir ljósmyndir sínar á Safnanótt Vetrarhátíðar í Listasafni ASÍ. Verður sýningin opnuð í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20:00.
Ber sýningin heitið LIVE SUCKS! UTOPIA AND LAST BLAH-BLAH BEFORE YOU GO.
Í verkunum fjallar listamaðurinn um sýndarheima internetsins og veltir upp spurningum um útópíu, raunveruleika og sýndarsamfélag. Sýningin er hluti af frönsku listahátíðinni Pourquoi Pas?