Kylfusveinarnir tryggðu Liverpool frábæran sigur 21. febrúar 2007 21:33 Craig Bellamy fagnaði marki sínu eðlilega vel í kvöld, en boltinn var greinilega kominn yfir marklínuna áður en Dirk Kuyt potaði honum endanlega í markið NordicPhotos/GettyImages Craig Bellamy og John Arne Riise hjá Liverpool komust í heimsfréttirnar á kolröngum forsendum í vikunni en í kvöld voru þeir hetjur liðsins þegar það bar sigurorð af Evrópumeisturum Barcelona á útivelli 2-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona komst yfir í leiknum með laglegu marki frá Deco á 14. mínútu, en Craig Bellamy jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Hollendingurinn Dirk Kuyt eignaði sér heiðurinn að markinu með því að spyrna boltanum í netið, en markið var skráð á vandræðagemlinginn Bellamy. Hann fagnaði marki sínu innilega með því að slá golfhögg ótt og títt út í loftið og uppskar hlátur félaga síns Steven Gerrard. Bellamy slær hér fallegt upphafshögg og fagnar marki sínu, Steven Gerrard til mikillar skemmtunarnordicphotos/getty images Það var svo John Arne Riise sem skoraði sigurmark þeirra rauðu á 74. mínútu og það eftir sendingu frá Craig Bellamy. Þetta var ólíkt skárri sending en sá norski fékk á hótelherberginu í Portúgal á dögunum og Liverpool er nú í úrvalsstöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum. Eiður Smári spilaði síðustu 10 mínúturnar í leiknum en gat ekki breytt þeirri staðreynd að lið Barca var slakt í kvöld. Öllum hinum leikjunum í kvöld lauk með jafntefli. Porto og Chelsea skildu jöfn í Portúgal 1-1 þar sem Raul Meireles kom Porto yfir á 12. mínútu en Andriy Shevchenko jafnaði skömmu síðar fyrir Chelsea og þar við sat. Inter og Valencia skildu jöfn 2-2 í hörkuleik. Cambiasso og Maicon skoruðu fyrir Inter en Villa og Silva gerðu mörk spænska liðsins sem er í lykilstöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli. Loks skildu Roma og Lyon jöfn 0-0 á Ólympíuleikvangnum í Róm. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Craig Bellamy og John Arne Riise hjá Liverpool komust í heimsfréttirnar á kolröngum forsendum í vikunni en í kvöld voru þeir hetjur liðsins þegar það bar sigurorð af Evrópumeisturum Barcelona á útivelli 2-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona komst yfir í leiknum með laglegu marki frá Deco á 14. mínútu, en Craig Bellamy jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Hollendingurinn Dirk Kuyt eignaði sér heiðurinn að markinu með því að spyrna boltanum í netið, en markið var skráð á vandræðagemlinginn Bellamy. Hann fagnaði marki sínu innilega með því að slá golfhögg ótt og títt út í loftið og uppskar hlátur félaga síns Steven Gerrard. Bellamy slær hér fallegt upphafshögg og fagnar marki sínu, Steven Gerrard til mikillar skemmtunarnordicphotos/getty images Það var svo John Arne Riise sem skoraði sigurmark þeirra rauðu á 74. mínútu og það eftir sendingu frá Craig Bellamy. Þetta var ólíkt skárri sending en sá norski fékk á hótelherberginu í Portúgal á dögunum og Liverpool er nú í úrvalsstöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum. Eiður Smári spilaði síðustu 10 mínúturnar í leiknum en gat ekki breytt þeirri staðreynd að lið Barca var slakt í kvöld. Öllum hinum leikjunum í kvöld lauk með jafntefli. Porto og Chelsea skildu jöfn í Portúgal 1-1 þar sem Raul Meireles kom Porto yfir á 12. mínútu en Andriy Shevchenko jafnaði skömmu síðar fyrir Chelsea og þar við sat. Inter og Valencia skildu jöfn 2-2 í hörkuleik. Cambiasso og Maicon skoruðu fyrir Inter en Villa og Silva gerðu mörk spænska liðsins sem er í lykilstöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli. Loks skildu Roma og Lyon jöfn 0-0 á Ólympíuleikvangnum í Róm.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira