Kona á fimmtugsaldri varð fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu í gær, að liggja slösuð og hjálparlaus undir hrundum steinvegg í fjórar klukkustundir áður en henni barst hjálp.
Að sögn Morgunblaðsins varð slysið á bæ í Austur-Húnavatnssýslu og hrundi veggurinn yfir hana þegar hún var að sleppa út hrossum. Konan var flutt á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík og reyndist meðal annars fótbrotin og marin.
Innlent