Upphitun fyrir Lille - Man Utd 20. febrúar 2007 16:11 Ryan Giggs er markahæsti núverandi leikmaður United í Meistaradeildinni og hefur skorað mark í keppninni 12 ár í röð, sem er met NordicPhotos/GettyImages Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30. Liðin mættust í riðlakeppninni leiktíðina 2001-02 þar sem United vann fyrri leikinn 1-0 með marki frá David Beckham. Síðari leikurinn endaði með jafntefli 1-1 þar sem Ole Gunnar Solskjær og Bruno Cheyrou skoruðu mörkin. Á síðustu leiktíð gerðu liðin markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í D-riðli þar sem Paul Scholes var rekinn af velli á 63. mínútu en Lille vann svo síðari leikinn 1-0 með marki frá Milenko Acimovic. Þetta var raunar eina markið sem Lille skoraði alla riðlakeppnina það árið. Lille hefur aldrei spilað gegn öðru liði en United frá Englandi í Meistaradeildinni. United hefur spilað 20 sinnum við frönsk lið í Evrópukeppninni og er árangurinn 9 sigrar, 9 jafntefli og aðeins 2 töp. Auk þess að tapa fyrir Lille á síðustu leiktíð var eina tap United gegn Frönsku liði tap liðsins gegn Marseille árið 1999-2000 þar sem William nokkur Gallas skoraði sigurmark franska liðsins. Manchester United á að baki 263 Evrópuleiki en Lille aðeins 40 og er þetta í fyrsta skipti í sögu Lille sem liðið kemst í 16-liða úrslitin. Lille hefur aldrei tapað á heimavelli í Meistaradeildinni og er eitt aðeins sex liða sem náð hafa þeim árangri. Hin liðin eru Fiorentina, Villarreal, Parma, Atletic Bilbao, Partizan Belgrad og FC Kaupmannahöfn. Gregory Tafforeau er reyndasti leikmaður Lille í Meistaradeildinni með 14 leiki, en Gary Neville er reyndasti leikmaður United með 96 leiki. Hann er jafnframt einn leikjahæsti maður í sögu meistaradeildarinnar á eftir þeim Raúl (106), Roberto Carlos (105), David Beckham (102), Oliver Kahn (100) og Paolo Maldini (99). Ryan Giggs er markahæsti núverandi leikmaður United í keppninni með 22 mörk og hefur hann skorað að minnsta kosti eitt mark á hverju einasta af þeim 12 árum sem hann hefur spilað í Meistaradeildinni, sem er met. Louis Saha er markahæsti leikmaður United í keppninni í ár með 4 mörk. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30. Liðin mættust í riðlakeppninni leiktíðina 2001-02 þar sem United vann fyrri leikinn 1-0 með marki frá David Beckham. Síðari leikurinn endaði með jafntefli 1-1 þar sem Ole Gunnar Solskjær og Bruno Cheyrou skoruðu mörkin. Á síðustu leiktíð gerðu liðin markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í D-riðli þar sem Paul Scholes var rekinn af velli á 63. mínútu en Lille vann svo síðari leikinn 1-0 með marki frá Milenko Acimovic. Þetta var raunar eina markið sem Lille skoraði alla riðlakeppnina það árið. Lille hefur aldrei spilað gegn öðru liði en United frá Englandi í Meistaradeildinni. United hefur spilað 20 sinnum við frönsk lið í Evrópukeppninni og er árangurinn 9 sigrar, 9 jafntefli og aðeins 2 töp. Auk þess að tapa fyrir Lille á síðustu leiktíð var eina tap United gegn Frönsku liði tap liðsins gegn Marseille árið 1999-2000 þar sem William nokkur Gallas skoraði sigurmark franska liðsins. Manchester United á að baki 263 Evrópuleiki en Lille aðeins 40 og er þetta í fyrsta skipti í sögu Lille sem liðið kemst í 16-liða úrslitin. Lille hefur aldrei tapað á heimavelli í Meistaradeildinni og er eitt aðeins sex liða sem náð hafa þeim árangri. Hin liðin eru Fiorentina, Villarreal, Parma, Atletic Bilbao, Partizan Belgrad og FC Kaupmannahöfn. Gregory Tafforeau er reyndasti leikmaður Lille í Meistaradeildinni með 14 leiki, en Gary Neville er reyndasti leikmaður United með 96 leiki. Hann er jafnframt einn leikjahæsti maður í sögu meistaradeildarinnar á eftir þeim Raúl (106), Roberto Carlos (105), David Beckham (102), Oliver Kahn (100) og Paolo Maldini (99). Ryan Giggs er markahæsti núverandi leikmaður United í keppninni með 22 mörk og hefur hann skorað að minnsta kosti eitt mark á hverju einasta af þeim 12 árum sem hann hefur spilað í Meistaradeildinni, sem er met. Louis Saha er markahæsti leikmaður United í keppninni í ár með 4 mörk.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira