Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu með látum og sem fyrr verða sjónvarpsstöðvar Sýnar með puttana á púlsinum. Aðalleikurinn á Sýn verður leikur Lille og Manchester United í Frakklandi, Sýn Extra verður með leik Real og Bayern og þá verður leikur PSV og Arsenal á Sýn Extra 2. Útsendingar hefjast klukkan 19:30 en þar að auki verða upphitun og markaþættir á Sýn.
Leikir kvöldsins eru hér fyrir neðan og hefjast þeir allir klukkan 19:45.
Celtic v AC Milan
Lille v Man Utd
PSV v Arsenal
Real Madrid v Bayern