Ökumaður, sem lagði bíl sínum fyrir utan 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi til að skjótast inn eftir einhverju smálegu, greip í tómt þegar hann kom út aftur. Bíllinn var þá horfinn , en eigandinn hafði skilið hann eftir í gangi. Grunur leikur á að piltur og stúlka, bæði án ökuréttinda, hafi stolið bílnum og hafa hvorki þau né bíllinn fundist í nótt, þrátt fyrir talsverða leit.