Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið 17. febrúar 2007 18:30 Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar. Fréttir Innlent Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira