Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti.
Listarnir líta svona út:
Suðvesturkjördæmi:
1. Ögmundur Jónasson alþingismaður
2. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur
3. Gestur Svavarsson hugbúnaðarráðgjafi
4. Mireya Samper myndlistarkona
5. Andrea Ólafsdóttir háskólanemi
6. Karl Tómasson bæjarfulltrúi
7. Svala Heiðberg framhaldsskólakennari
8. Thelma Ásdísardóttir Stígamótakona
9. Emil Hjörvar Petersen háskólanemi
10. Wojciech Szewczyk verkamaður
Reykjavíkurkjördæmi - norður:1. Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG
2. Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi
3. Paul Nikolov blaðamaður
4. Steinunn Þóra Árnadóttir háskólanemi
5. Kristín Tómasdóttir háskólanemi
6. Þröstur Brynjarsson leikskólakennari
7. Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarleikstjóri
8. Kári Páll Óskarsson háskólanemi
9. Sjöfn Ingólfsdóttir bókavörður
10. Alexander Stefánsson smiður og heimspekingur
Hægt er að nálgast listana í heild sinni á heimasíðu VG, www.vg.is.