Bæði Billiton og Rio Tinto eru bresk-áströlsk námufyrirtæki sem þegar stundi mikla álframleiðslu. The Times segir að ekki sé vitað til þess að þau hafi enn sem komið er haft samband við stjórn Alcoa, þannig að málið virðist enn á frumstigi.
Hvorki Billiton, Rio Tinto, né Alcoa vildu tjá sig um þessar fréttir, við The Times. Talsmaður Billiton sagði aðeins að þeir væru alltaf að skoða möguleika á góðum fjárfestingum og hagræðingu.