Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! 12. febrúar 2007 07:22 Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina. Hestar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina.
Hestar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti