Tilboð Nasdaq í LSE rann út í dag 10. febrúar 2007 14:30 Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboði Nasdaq. MYND/AP Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu. Breskir fjölmiðlar ýja þó að því í dag að ólíklegt sé að hluthafarnir hafi gengið að tilboði Nasdaq þar sem lokagengi LSE í gær var talsvert yfir tilboðinu, sem hljóðar upp á 1.243 pens á hlut. Það jafngildir 2,7 milljörðum punda eða ríflega 367 milljörðum íslenskra króna. Nasdaq gerði fyrst samhljóðandi yfirtökutilboð í LSE snemma á síðasta ári. Carla Furse, forstjóri LSE, hefur hins vegar ævinlega fellt það á þeim forsendum að tilboðið endurspegli ekki framtíðarhorfur kauphallarinnar og sé því undir raunverulegu markaðsvirði. Í kjölfarið hóf Nasdaq óvinveitt yfirtökuferli í LSE og hafði á haustdögum tryggt sér 28,8 prósenta hlut í LSE. Í framhaldinu gerði stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins öðrum hluthöfum í LSE tilboð í bréfin. Upphaflega höfðu hluthafarnir frest fram til loka janúar til að taka tilboði Nasdaq. Skömmu áður en fresturinn rann út var hins vegar ákveðið að færa hann fram til dagsins í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu. Breskir fjölmiðlar ýja þó að því í dag að ólíklegt sé að hluthafarnir hafi gengið að tilboði Nasdaq þar sem lokagengi LSE í gær var talsvert yfir tilboðinu, sem hljóðar upp á 1.243 pens á hlut. Það jafngildir 2,7 milljörðum punda eða ríflega 367 milljörðum íslenskra króna. Nasdaq gerði fyrst samhljóðandi yfirtökutilboð í LSE snemma á síðasta ári. Carla Furse, forstjóri LSE, hefur hins vegar ævinlega fellt það á þeim forsendum að tilboðið endurspegli ekki framtíðarhorfur kauphallarinnar og sé því undir raunverulegu markaðsvirði. Í kjölfarið hóf Nasdaq óvinveitt yfirtökuferli í LSE og hafði á haustdögum tryggt sér 28,8 prósenta hlut í LSE. Í framhaldinu gerði stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins öðrum hluthöfum í LSE tilboð í bréfin. Upphaflega höfðu hluthafarnir frest fram til loka janúar til að taka tilboði Nasdaq. Skömmu áður en fresturinn rann út var hins vegar ákveðið að færa hann fram til dagsins í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira