Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf.
Ekki er talið að einhver hafi verið inni í húsinu en búið var að negla fyrir glugga þess. Talið er að eldurinn hafi náð að krauma inn i í húsinu í einhvern tíma áður en hann uppgötvaðist. Líklegt er að húsið sé mikið skemmt eða ónýtt eftir eldinn. Mikill reykur er nú í efra Breiðholti vegna eldsins.