3 milljónir króna í miskabætur raunhæfar 7. febrúar 2007 19:11 Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað." Fréttir Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað."
Fréttir Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira