Leikjavísir

Nintendo Wii mun vinsælli en Playstation 3 í Japan

Nintendo Wii seldist í næstum þrisvar sinnum fleiri eintökum en Playstation 3 frá Sony í Japan í janúar. Þetta kemur fram í stærsta leikjatölvutímariti Japan. Wii seldist í 405 þúsund eintökum á meðan PS3 seldist í 148 þúsund.

Það sem virðist hafa úrslitaáhrif á söluna er að út eru komnir talsvert fleiri leikir fyrir Wii auk þess sem hún er á betra verði en PS3, en PS3 kostar tvöfalt á við Wii. Búast má við að PS3 vinni á eftir því sem fleiri leikir koma út fyrir hana auk þess sem gert er ráð fyrir að verðið lækki eftir því sem líður á árið. PS3 kemur út í Evrópu í lok mars en Wii er þegar komin út á Evrópumarkaði og hefur farið vel af stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×