Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga.
Verð á hráolíu hækkaði um 1,12 dali á markaði í dag og fór í 59,96 dali á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 1,14 dali og fór í 59,24 dali á tunnu.
Þetta er talsverð hækkun frá síðasta mánuði en þá fór verð á hráolíu lægst í 49,90 dali á tunnu.