Afkoma Ryanair umfram væntingar 5. febrúar 2007 06:52 Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Á sama tíma árið 2005 skilaði flugfélagið 36,8 milljónum evrum í hagnað, eða tæpum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Tekjur flugfélagsins námu 493 milljónum evra, 44 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu, sem er 33 prósenta hækkun á milli ára. Fréttaveitan Bloomberg segir Ryanair hafa hækkað ýmis gjöld á farþega á síðasta ári og koma þannig til móts við aukinn rekstrarkostnað vegna hækkunar á eldsneytisverði, svo sem með því að hækkað verð á farmiðum. Bloomberg segir afkomuna á fjórðungnum langt umfram spár greinenda en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 21 milljóna evra hagnað, sem svarar til tæplega 1,9 milljarða íslenskra króna. 10,25 milljónir farþega flugu með vélum Ryanair á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs en það er 19 prósenta aukning á milli ára. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segist búast við að vegna lægra eldsneytisverðs nú en í fyrra muni hagnaður lággjaldaflugfélagsins aukast frekar. Hann gerir ráð fyrir að hagnaðurinn muni nema allt að 390 milljónum evra, 34,8 milljörðum íslenskra króna, sem er 40 milljónum evrum meira en fyrri afkomuspá flugfélagsins gerði ráð fyrir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Á sama tíma árið 2005 skilaði flugfélagið 36,8 milljónum evrum í hagnað, eða tæpum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Tekjur flugfélagsins námu 493 milljónum evra, 44 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu, sem er 33 prósenta hækkun á milli ára. Fréttaveitan Bloomberg segir Ryanair hafa hækkað ýmis gjöld á farþega á síðasta ári og koma þannig til móts við aukinn rekstrarkostnað vegna hækkunar á eldsneytisverði, svo sem með því að hækkað verð á farmiðum. Bloomberg segir afkomuna á fjórðungnum langt umfram spár greinenda en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 21 milljóna evra hagnað, sem svarar til tæplega 1,9 milljarða íslenskra króna. 10,25 milljónir farþega flugu með vélum Ryanair á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs en það er 19 prósenta aukning á milli ára. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segist búast við að vegna lægra eldsneytisverðs nú en í fyrra muni hagnaður lággjaldaflugfélagsins aukast frekar. Hann gerir ráð fyrir að hagnaðurinn muni nema allt að 390 milljónum evra, 34,8 milljörðum íslenskra króna, sem er 40 milljónum evrum meira en fyrri afkomuspá flugfélagsins gerði ráð fyrir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira