Hlýnun bætir nýtingu virkjana 3. febrúar 2007 19:00 Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum." Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum."
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira