Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni.
Stjórnvöld í Sómalíu komu íslömskum uppreisnarmönnum frá völdum í borginni eftir tveggja vikna langt stríð í upphafi árs. Þó nokkrar árásir hafa verið gerðar á borgina síðan.