Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur.