Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum.
Markús Máni Michaelsson hefur skorað mest fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik eða fjögur mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað þrjú.
Ísland sex mörkum undir

Mest lesið
Fleiri fréttir
