
Innlent
Hátt í 300 myndaðir við hraðakstur á viku

Nærri þrjú hundruð ökumenn voru myndaðir í myndavélabílum lögreglunnar við Stekkjarbakka í Reykjavík og í Hvalfjarðargöngum í þessari viku þar sem þeir óku of hratt. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar. Þá voru 26 manns teknir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring. Sá elsti sem stöðvaður var reyndist 65 ára en hann mældist á 128 kílómetra hraða í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar. Sá yngsti var 17 ára. Lögregla segir marga hafa ekið á yfir 100 kílómetra hraða í gær og var það jafnt innan sem utanbæjar